Nýr námsvefur um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna opnaður á 20 ára afmæli sáttmálans

johanna Sigurdardottir Barnaheill vinnur að námsvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samvinnu við umboðsmann barna, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna ( Unicef) og Námsgagnastofnun.  Fyrsti hluti vefjarins var opnaður þann 20. nóvember á 20 ára afmæli Barnasáttmálans, sem haldið var í Snælandsskóla í Kópavogi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra opnaði vefinn með hjálp Rakelar Óskar Sigurðardóttur .   

Barnaheill vinnur að námsvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samvinnu við umboðsmann barna, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna ( Unicef) og Námsgagnastofnun.  Fyrsti hluti vefjarins var opnaður þann 20. nóvember á 20 ára afmæli Barnasáttmálans, sem haldið var í Snælandsskóla í Kópavogi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra opnaði vefinn með hjálp Rakelar Óskar Sigurðardóttur .  

Vefurinn er fræðsluvefur um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi barna. Vefurinn er ætlaður til notkunar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, en hentar einnig öllum almenningi, bæði börnum og fullorðnum. Vefurinn er tvískiptur; annars vegar er um að ræða vefsvæði fyrir kennara og foreldra, þar sem fjallað er um Barnasáttmálann og réttindi barna. Þar eru jafnframt kennsluhugmyndir. Hins vegar er vefsvæði fyrir krakka og unglinga, þar sem efni Barnasáttmálans er skýrt í máli og myndum ásamt verkefnum sem hæfa mismunandi aldri og þroska barna og unglinga. Börn geta því einnig notað vefinn utan skólatíma án leiðsagnar. Efnið er hægt að nýta eitt og sér eða sem hluta af annarri mannréttindafræðslu. Sjá nánar á www.barnasattmali.is

Á afmælishátíðinni var fleira á dagskrá; Jóhanna Sigurðardóttir flutti ávarp, Diljá Helgadóttir frá ungmennaráði Barnaheilla ræddi um mikilvægi þáttöku ungmenna í ákvarðanatökum í samfélaginu og nemendur úr 7.  bekk Snælandsskóla fluttu atriði um Barnasáttmálann og réttindi barna. Að lokum var gestum boðið upp á veitingar í tilefni dagsins.

picture_040.jpg picture_054.jpg picture_062.jpg picture_063.jpg Til baka