Nýr stjórnarformaður Barnaheilla

stjorn_barnaheilla2008.jpgHildur Petersen var nýlega kjörinn formaður Barnaheilla og tekur hún við formennsku af Árna Magnússyni. Árni Geir Pálsson er varaformaður samtakanna og meðstjórnendur eru þau Ágúst Þór Árnason, Anh-Dao Tran, Dögg Káradóttir, Orri Vignir Hlöðversson og Sigurjón Hjartarson. Í varastjórn eru Hlíf Steingrímsdóttir, Inga Dagný Eydal og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. 

Hildur Petersen var nýlega kjörinn formaður Barnaheilla og tekur hún við formennsku af Árna Magnússyni. Árni Geir Pálsson er varaformaður samtakanna og meðstjórnendur eru þau Ágúst Þór Árnason, Anh-Dao Tran, Dögg Káradóttir, Orri Vignir Hlöðversson og Sigurjón Hjartarson. Í varastjórn eru Hlíf Steingrímsdóttir, Inga Dagný Eydal og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. 

Hildur Petersen stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands en tók snemma við rekstri ljósmyndafyrirtæksins Hans Petersen sem hún rak í rúm 20 ár. Hún er í dag stjórnarformaður SPRON, Kaffitárs, Pfaff og ÁTVR og varaformaður FKA félags kvenna í atvinnurekstri.

Stjórn og starfsfólk Barnaheilla bjóða Hildi velkomna til starfa og hlakka til samstarfsins