Heilbrigðisstarfsfólk á vettvangi nær frekar að koma í veg fyrir barnadauða af völdum lungnabólgu

Save_the_Children_photo_1_Lancet_pneumonia_studyNý rannsókn Barnaheilla – Save the Children sem birt er í læknatímaritinu The Lancet í dag, sýnir að heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á vettvangi nær betri árangri í að koma í veg fyrir barnadauða af völdum lungnabólgu heldur en þegar börnum er vísað til heilbrigðisstofnana. Viðmiðunarreglur Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) miðast í dag við að síðari leiðin sé farin. Alþjóðlegur dagur lungnabólgunnar er 12. nóvember. 

Save_the_Children_photo_1_Lancet_pneumonia_studyHeilbrigðisstarfsmaður á vegum Lady Health Workers í Haripur-héraði í Pakistan fylgist með andardrætti ungs barns til að greina lungnabólgu. Ljósmynd: Barnaheill - Save the ChildrenNý rannsókn Barnaheilla – Save the Children sem birt er í læknatímaritinu The Lancet í dag, sýnir að heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á vettvangi nær betri árangri í að koma í veg fyrir barnadauða af völdum lungnabólgu heldur en þegar börnum er vísað til heilbrigðisstofnana. Viðmiðunarreglur Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) miðast í dag við að síðari leiðin sé farin. Alþjóðlegur dagur lungnabólgunnar er 12. nóvember. 

Í rannsókninni kemur skýrt fram að meðferð, sem veitt er á vettvangi, getur dregið mjög úr barnadauða af völdum lungnabólgu en hún er efst á lista yfir þá sjúkdóma sem draga börn til dauða í heiminum. Þannig voru börn, sem voru illa haldin af skæðri lungnabólgu og fengu meðferð heima við af hendi „Lady Health Workers“ í Pakistan, líklegri til að ná bata en börn sem vísað var til heilbrigðisstofnana. Rannsókn Barnaheilla – Save the Children er kostuð af USAID og unnin í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO).
 
Í þessari fyrstu nákvæmu tölfræðirannsókn sinnar tegundar, kemur fram að 91% barna náðu bata, sem þjáðust af alvarlegri lungnabólgu og fengu hjálp frá heilbrigðisstarfsfólki á vettvangi,  á meðan að 82% þeirra barna, sem hlutu þá meðferð sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með í dag, náðu sér. Sú meðferð felst í einum skammti af sýklalyfjum en barninu er síðan vísað á næstu heilbrigðisstofnun. 

Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar daginn fyrir alþjóðlegan dag lungnabólgunnar, þar sem kastljósinu er beint að þessari helstu dánarorsök barna í heiminum. U.þ.b. 1,4 milljónir barna undir fimm ára aldri deyja úr lungnabólgu, nær öll þeirra búa í þróunarríkjum. 
 
„Við vitum að það er hægt að veita skjóta og árangursríka meðferð við lungnabólgu með sýklalyfjum á viðráðanlegu verði. Samt er lungnabólga enn í fyrsta sæti yfir það sem dregur börn til dauða í heiminum, “ segir Patrick Watt, framkvæmdastjóri alþjóðaverkefna Barnaheilla – Save the Children. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það er hentug leið, til að bjarga barnslífum, að heilbrigð