Nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla

Erna Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Erna er viðskiptafræðingur að mennt, lauk BS gráðu frá Embry Riddle Aeronautical University árið 1994 og MBA gráðu frá Stetson University árið 1998. Erna hefur starfað sem fjármála- og skrifstofustjóri Framhaldsskólans í Mosfellsbæ frá stofnun hans árið 2009. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar, framkvæmdastjóri Veraldarinnar okkar í Smáralind og sem verkefnisstjóri á Iðntæknistofnun

Erna Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Erna er viðskiptafræðingur að mennt, lauk BS gráðu frá Embry Riddle Aeronautical University árið 1994 og MBA gráðu frá Stetson University árið 1998. Erna hefur starfað sem fjármála- og skrifstofustjóri Framhaldsskólans í Mosfellsbæ frá stofnun hans árið 2009. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar, framkvæmdastjóri Veraldarinnar okkar í Smáralind og sem verkefnisstjóri á Iðntæknistofnun. Erna hefur starfað um árabil sem sjálfboðaliði innan íþróttahreyfingarinnar.  

Erna er 44 ára, fædd og uppalin í Reykjavík en er búin að vera búsett í Mosfellsbæ í 14 ár.