Nýr varamaður í stjórn

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn þriðjudaginn 13. maí.

Stjórn fyrir starfsárið 2013-2014 er skipuð sömu aðilum og á síðasta tímabili, en nýr varamaður var kjörinn í stjórn.

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn þriðjudaginn 13. maí.

Í stjórn samtakanna sitja sem fyrr Kolbrún Baldursdóttir, formaður, Atli Dagbjartsson, varaformaður, María Sólbergsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Helga Sverrisdóttir og Sigríður Olgeirsdóttir. Varamenn eru Bjarni Snæbjörnsson, Þórarinn Eldjárn og Gunnar Hrafn Jónsson var kjörinn nýr varamaður stjórnar.

Á meðfylgjandi mynd vantar Þórarinn Eldjárn og Gunnar Hrafn Jónsson.