Ný stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi

Á nýafstöðnum aðalfundi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var kjörin ný stjórn samtakanna. Atli Dagbjartsson, barnalæknir var kosinn nýr varaformaður og þeir Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistarkennari, og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur voru kjörnir varamenn. Bjóðum við þá velkomna til starfa.

Ny stjorn 2013Á nýafstöðnum aðalfundi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var kjörin ný stjórn samtakanna.
Atli Dagbjartsson, barnalæknir var kosinn nýr varaformaður og þeir Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistarkennari, og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur voru kjörnir varamenn. Bjóðum við þá velkomna til starfa.

Þá voru þær Dögg Pálsdóttir og María Sólbergsdóttir endurkjörnar í stjórn en aðrir stjórnarmenn sátu áfram þar sem kjörtímabili þeirra var ekki lokið. Úr stjórninni víkja þau Ásta Ágústsdóttir, Ágúst Þórðarson og Tryggvi Helgason og þakka samtökin þeim vel unnin störf.

Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi starfsárið 2013-2014 er því svo skipuð:

Formaður
Kolbrún Baldursdóttir
Varaformaður
Atli Dagbjartsson
Stjórnarmenn
María Sólbergsdóttir
Guðrún Kristinsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Helga Sverrisdóttir
Sigríður Olgeirsdóttir
Varastjórn
Vigfús Bjarni Albertsson
Bjarni Snæbjörnsson
Þórarinn Eldjárn