Öflugt hjálparstarf Save the Children í Íran

iran.jpgSave the Children samtökin eru komin vel af stað í öflugu hjálparstarfi í Íran eftir jarðskjálftann í Bam. Þar hafa samtökin verið að dreifa 1.000 vetrartjöldum sem henta stórum fjölskyldum, 10.000 teppum, barnafötum og eldunaráhöldum til aðstoðar þeim fjölskyldum sem verst urðu úti í hamförunum. Einnig hefur sjúkragögnum verið dreift á sjúkrahús. Sérfræðingar frá Save the Children í heilsuvernd, barnavernd og skipulagningu á uppbyggingarstarfi eru einnig byrjaðir að starfa á svæðinu.

Save the Children samtökin eru komin vel af stað í öflugu hjálparstarfi í Íran eftir jarðskjálftann í Bam. Þar hafa samtökin verið að dreifa 1.000 vetrartjöldum sem henta stórum fjölskyldum, 10.000 teppum, barnafötum og eldunaráhöldum til aðstoðar þeim fjölskyldum sem verst urðu úti í hamförunum. Einnig hefur sjúkragögnum verið dreift á sjúkrahús. Sérfræðingar frá Save the Children í heilsuvernd, barnavernd og skipulagningu á uppbyggingarstarfi eru einnig byrjaðir að starfa á svæðinu. 

Save the Children leggur sérstaka áherslu á barnavernd sem m.a. felst í að skilgreina hversu mörg börn hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar eða orðið munaðarlaus. Samtökin vinna með írönskum yfirvöldum til að tryggja réttindi og velferð þessara hjálparlausu barna. Lögð er áhersla á að börnin verði sem fyrst fóstruð hjá fjölskyldum eða tímabundið á stofnunum meðan verið er að leita betri lausna.
Save the Children hefur hafið alþjóðlega söfnun þar sem markmiðið er að safna 1,75 milljónum Bandaríkjadala eða 122 milljónum ísl. króna til að útvega skýli, til heilsuverndarstarfs, til að koma skólastarfi aftur á og ekki síst til að vernda varnarlaus börn.