Öflugir hlauparar styðja Barnaheill ? Save the Children á Íslandi

Mynd_maraon21 hlaupari hljóp til góðs fyrir samtökin í nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Alls söfnuðu hlaupararnir ríflega 115 þúsundum króna.

Mynd_maraon21 hlaupari hljóp til góðs fyrir samtökin í nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Alls söfnuðu hlaupararnir ríflega 115 þúsundum króna.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í tuttugasta og sjöunda sinn 21. ágúst nk. Nýtt vefsvæði,  www.hlaupastyrkur.is, var opnað fyrir áheitasöfnun í tengslum við maraþonið þar sem hlauparar gátu sett inn myndir af sér og sagt frá því hvers vegna þeir völdu að hlaupa fyrir tiltekið góðgerðarfélag.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi færa hlaupurunum og þeim sem hétu á þá hugheilar þakkir fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur fyrir samtök sem reiða sig á framlög einstaklinga og fyrirtækja. Hlaupararnir heita Arnar Huginn Ingason, Auður Andrésdóttir, Birgir Kristmannsson, Dögg Rúnarsdóttir, Fannar Óli Friðleifsson, Friðleifur Kr. Friðleifsson, Gísli Bachmann, Haukur Arnar Sigurðsson, Helga P Finnsdóttir, Hertha Kristín Benjamínsdóttir, Kristján Ólafur Eðvarðsson, Magnús Björn Jóhannsson, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, Rakel Sigurðardóttir, Rannveig Oddsdóttir, Rúna Rut Ragnarsdóttir, Salka Kolbeinsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Tinna Jökulsdóttir, Þóra Hrólfsdóttir og Þórmundur Helgason.

Barnaheill – Save the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem sérhvert barn hefur fengið uppfylltan rétt sinn til lífs, verndar, þroska og þátttöku.  Hlutverk okkar er að gjörbylta og bæta meðferð barna um allan heim og ná fram varanlegum breytingum til batnaðar á högum þeirra.

Ljósmynd: Andri Már Thorstensen.