Of ung til að hafa áhrif

,,Ég er unglingur. Það eina sem ég geri er að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og skapa vandræði." Svona hófst erindi Brynhildar Kristínar Ásgeirsdóttur og Lilju Reykdal Snorradóttur á ráðstefnu um norræn ungmenni í Norræna húsinu um helgina. Þær Brynhildur og Lilja sitja í Ungmennaráði Barnaheilla. Á ráðstefnunni var farið yfir þátttöku og lýðræði ungs fólks.

,,Ég er unglingur. Það eina sem ég geri er að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og skapa vandræði." Svona hófst erindi Brynhildar Kristínar Ásgeirsdóttur og Lilju Reykdal Snorradóttur á ráðstefnu um norræn ungmenni í Norræna húsinu um helgina. Þær Brynhildur og Lilja sitja í Ungmennaráði Barnaheilla. Á ráðstefnunni var farið yfir þátttöku og lýðræði ungs fólks.

Norræna félagið stóð að ráðstefnunni og þar var farið yfir þátttöku og lýðræði ungs fólks. Auk þeirra Brynhildar og Lilju komu fram Hjördís Gaard, formaður Ungmennaráðs Færeyja, Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins og Bogi Ágústsson var fundarstjóri auk þess að halda erindi.

Valgerður Þórunn Bjarnadóttir og Hreiðar Már Árnason töluðu um Nordbuk og Landssamband íslenskra æskulýðsfélaga, Eva Heiða Önnudóttir talaði um kosningaþátttöku ungs fólks og sveitastjórnarkosningarnar 2014 og Pia Nurmio Perala talaði um lýðræði og væntingar ungmenna.

Ræða Brynhildar og Lilju er hér:

Of ung til að hafa áhrif

Ég er unglingur. Það eina sem ég geri er að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og skapa vandræði. Ég hef engan áhuga á neinu nema sjálfri mér og ég hef engan áhuga á hlutum sem hafa ekki áhrif á mig eða mitt líf. Af því að ég er unglingur og það er það sem unglingar gera, er það ekki? Þetta er það sem sumt fólk heldur að ungmenni gera nú til dags. Og þau hafa rétt fyrir sér, um sum okkar. En alls ekki öll.

Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég verð 18 ára er að kaupa mér dýr jakkaföt, borga reikninga og svo flýta mér í vinnuna drekkandi kaffi. Af því að þá er ég fullorðin, og það er það sem fullorðnir gera, er það ekki?

Það gerist allt of oft að það er ekki hlustað á hugmyndir og skoðanir ungs fólks útaf þessum staðalímyndum. En við erum næsta kynslóðin, einn daginn verðum við fullorðna fólkið. Við verðum þingmennirnir, bankastjórarnir, læknarnir og lögfræðingarnir.

 

Einn galli mannfólksins er að við viljum endilega flokka allt í sér hólf. Við búum til staðalímyndir og festumst algjörlega í þeim. “Börn eru lítil og vita ekki neitt” “unglingar eru latir og til vandræða” Fullorðnir gera bara leiðinlega hluti, kjósa, borga reikninga og vinna”. “Stjórnmál eru svona fulloðins, börn skilja það ekkert.” Raunveruleikinn er bara alls ekki samkvæmt þessum staðalímyndum. Börn hafa skoðanir, en þeim er bara ekki gefið svigrúm til þess að láta þæ