Og hvað á barnið að heita?

Flestum finnst okkur ekkert sjálfsagðara en að eiga nafn. Og jafnvel þó við höfum ekkert um nafnavalið sjálft að segja sem ungabörn, verður nafnið afar mikilvægur hluti af okkur sjálfum sem manneskjum. Réttur til nafns telst til grundvallar mannréttinda hvers einstaklings og þess vegna vakti það athygli þegar 15 ára stúlka þurfti að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá að bera nafnið Blær, sem henni var gefið við skýrn árið 1997.

BlærFlestum finnst okkur ekkert sjálfsagðara en að eiga nafn. Og jafnvel þó við höfum ekkert um nafnavalið sjálft að segja sem ungabörn, verður nafnið afar mikilvægur hluti af okkur sjálfum sem manneskjum. Réttur til nafns telst til grundvallar mannréttinda hvers einstaklings og þess vegna vakti það athygli þegar 15 ára stúlka þurfti að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá að bera nafnið Blær, sem henni var gefið við skýrn árið 1997.

Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og móðir Blævar Bjarkardóttur hafði heillast af nafninu Blær við lestur Brekkukotsannáls og ákveðið að skyldi hún eignast stúlku, fengi hún þetta fallega nafn. Viku eftir skírnina hafði presturinn hins vegar samband og sagði að sér hefðu orðið á mistök. Nafnið væri ekki á skrá. Hvernig þeim litist á nafnið Blædísi.

„Þeir sem eiga börn vita hvað það er mikilvægt að velja þeim nafn. Ég var búin að ganga með þetta nafn í maganum svo lengi að ég bara gat ekki hugsað mér að breyta því. Ég vissi að það var ein Blær skráð í þjóðskrá og hafði engar áhyggjur af þessu fyrir skírnina. Ég ákvað því að halda nafninu og vinna í að fá þessu breytt,“ segir Björk. Mannanafnanefnd hafnaði nafninu og Blær var því skráð sem Stúlka í þjóðskrá. Þegar kom að því að fá vegabréf fyrir hana í fyrsta sinn var óskað eftir að Björk fyndi annað nafn á staðnum; „Ég sagði að enginn erlendis myndi fatta að Stúlka væri ekki nafn. Svo ég fékk vegabréfið, en í fyrsta sinn sem ég fór með hana út var ég látin fara með bréf frá prestinum þar sem hann sagði alla sólarsöguna. Mér datt hins vegar ekki til hugar að flagga bréfinu í útlendingaeftirlitinu í Bandaríkjunum, það hefði bara flækt málin.“

Baráttan hélt áfram og annað afsvar kom frá mannanfananefnd. Hvorki forsætis- né dómsmálaráðherrar svöruðu erindi Bjarkar, en biskup benti á Blævardal á Vestfjörðum sem stuðning við nafnið. Það var svo Arnar Þór Stefánsson, lögmaður, sem hvatti mæðgurnar til að kæra og tók málið að sér árið 2010.

„Hann sagði strax að þetta væri fáránlegt, sér staklega þarsem það væri fordæmi fyrir nafninu í þjóðskrá og það fyndist á tveimur stöðum í bókinni Nöfn Íslendinga. Málfarsrá&et