Óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu

Fyrirburi á Al Shifa sjúkrahúsinu á Gasa. Ljósmynd Eman Mohamed (Save the Children) Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu. Samtökin krefjast þess að fá óhindrað að taka þátt í hjálparstarfi á svæðinu svo að hægt sé að veita börnum og fjölskyldum þeirra þá neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda.  

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu. Samtökin krefjast þess að fá óhindrað að taka þátt í hjálparstarfi á svæðinu svo að hægt sé að veita börnum og fjölskyldum þeirra þá neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda. 

"Ástandið hefur ákaflega slæm áhrif á börn og  verður þeim erfiðara með degi hverjum. Það skiptir því miklu máli að hjálpar- og mannréttindasamtök fái tækifæri til að ná til barnanna og fjölskyldna þeirra sem þurfa á neyðaraðstoð að halda. Börn hafa nú í meira en tvær vikur búið við þetta skelfilega ástand sem veldur þeim mikilli streitu og erfiðleikum" segir Annie Foster sem leiðir hjálparstarf á svæðinu fyrir hönd Alþjóðasamtaka Barnaheilla, Save the Children.

320 þúsund börn undir 5 ára aldri búa á Gasasvæðinu og af þeim eru 40 þúsund undir sex mánaða aldri. Læknar á svæðinu segja að  vegna ástandsins eigi foreldrar í miklum erfiðleikum með að sækja heilbrigðisþjónustu og þora ekki út úr húsi af ótta við að verða fyrir sprengjuárás. Það hefur orðið til þess að heimafæðingar verða æ algengari á svæðinu þar sem nágrannar eða ættingjar aðstoða móður í fæðingu. Þetta getur stefnt móður og barni í mikla hættu. Heimsóknum foreldra með veik börn á heilsugæslustöðvar hefur fækkað stórlega og hafa læknar á svæðinu miklar áhyggjur af því. Heilsa og velferð barna er því í mikilli hættu.

Sjúkrahúsin eiga í erfiðleikum með að sinna nýburum og fyrirburum þar sem rafmagnið fer oft af og eru sjúkrahúsin  háð rafal til halda tækjum gangandi. Læknar hafa miklar áhyggjur af því að þetta muni að kosta mörg ungabörn lífið.

Abu Wael Murjan, fæðingarlæknir segir að sumar af þeim nýbökuðu mæðrum sem fæða á sjúkrahúsinu, neiti að taka börnin heim af hræðslu við að geta ekki veitt börnunum nauðsynleg lyf eða veitt þeim örugg lífsskilyrði. Vegna ástandsins hefur sjúkrahúsið varla getu til að framkvæma skurðaðgerðir á öllum þeim slösuðu sem koma daglega á sjúkrahúsið. Það leiðir til þess að nýfædd börn þurfa að bíða lengur eftir að komast í aðgerð. Rafmagnsleysið er mikill áhrifaþáttu og segist Abu Wael  óttast  mjög að rafmagnið fari af í tvísýnni aðgerð á nýbura eða fyrirbura. Einnar  sekúndu rafmagnsleysi geti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the children, kalla nú