Barnaheill - Save the Children óttast um öryggi barna í ofbeldisátökum í Abidjan á Fílabeinsströndinni

RS29924_20100320gg_STC_060-scrHörð átök eru í Abidjan, einni af helstu borgum Fílabeinsstrandarinnar. Barnaheill – Save the Children óttast um öryggi og velferð barna. Starfsfólk á vegum samtakanna eru í Abidjan og fylgjast grannt með stöðu mála. Vaxandi áhyggjur eru vegna varnarleysis barna gagnvart ofbeldi.

RS29924_20100320gg_STC_060-scr
Nadj, tíu ára gömul, býður í röð eftir mat ásamt systur sinni og barnshafandi frænku í Gblarlay í Líberíu. Ríflega 46000 flóttamenn hafa flúið til Líberíu á síðustu fjórum vikum frá Fílabeinsströndinni. Ljósmyndari: Glenna Gordon.

Hörð átök eru í Abidjan, einni af helstu borgum Fílabeinsstrandarinnar. Barnaheill – Save the Children óttast um öryggi og velferð barna. Starfsfólk á vegum samtakanna eru í Abidjan og fylgjast grannt með stöðu mála. Vaxandi áhyggjur eru vegna varnarleysis barna gagnvart ofbeldi.

„Við heyrum enn skothvelli og skothríð sem og háværar sprengingar, “ segir starfsmaður Barnaheilla – Save the Children. „Börnin eru varnarlaus gagnvart þessu ofbeldi, þau hafa hlustað á skothríð dögum saman og nú hafa sprengingar bæst við. Foreldrar eru undir gríðarlegu álagi og börnin verða þess vitanlega vör sem eykur enn á ótta þeirra.“  Barnaheill – Save the Children segja að aðgangur að þeim sem minna mega sín sé mjög takmarkaður þar sem enn eru hörð átök. „Við erum að leita leiða til þess að geta með öruggum hætti sinnt starfi okkar sem er að veita mjög mikilvæga aðstoð til þeirra sem þarfnast hennar í borginni, en einnig til þeirra sem flúið hafa til nærliggjandi bæja og þorpa,“ segir Guy Cave, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Fílabeinsströndinni.

Þá hafa samtökin auknar áhyggjur af aðgangi þeirra fjölskyldna, sem eru innikróaðar vegna ofbeldis og óstöðugleika í borginni, að matvælum. Foreldrar óttast um öryggi sitt og barna sinna. Því hafast heilu fjölskyldurnar við innandyra og reyna að forðast hættur og voðaskot sem þegar hafa dregið nokkra íbúa til bana. „Borgin er dauð, við förum ekki út fyrir hússins dyr. Enginn fer út. Fjölskyldur þarfnast matvæla, markaðir eru lokaðir, birgðir fólks fara þverrandi og enginn yfirgefur heimili sitt,“ segir starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Abidjan.

Fyrir utan Abidjan, í vestanverðu landinu, eru þúsundir fjölskyldna á vergangi sem hafa mjög takmarkaðan aðgang að neyðarhjálp. Nýleg átök á þessu svæði hefur gert það að verkum að mannúðarsamtök hafa ekki getað veitt mikilvæga aðstoð. Barnaheill – Save the Children hefur sent teymi til Duekoué þar sem um 45.000 manns hafa leitað skjóls í kaþólskri trúboðsstöð, til viðbótar þeim sem dvelja annars staðar eða hjá fjölskyldum á svæðinu.

„Það er gríða