Ráðherra afhentar undirskriftir

Í dag klukkan 10:00 afhentu nemendur úr Landakotsskóla Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi stóðu fyrir málþingi í mars um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna.

Í dag klukkan 10:00 afhentu nemendur úr Landakotsskóla Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, undirskriftalista þar sem skorað er á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tæplega sex þúsund manns skrifuðu undir áskorunina.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi stóðu fyrir málþingi í mars um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Heilbrigðiskerfið virðist vera sá hlekkur sem er veikastur þegar kemur að tannheilsu barna og jafnvel má segja að hann sé brostinn eins og staðan er í dag.

Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sendi út ályktun fyrr á árinu þar sem skorað var á yfirvöld, tannlækna og samfélagið allt að:

  1. Ljúka sem fyrst gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020. Þar komi fram markmið og áætlanir yfirvalda um tannheilsu þjóðarinnar, ekki síst barna. Brýnt er í slíkri áætlunargerð að taka sérstakt tillit til viðkvæmra hópa á borð við tekjulága og innflytjendur og að börn hvarvetna á landinu hafi jafnan aðgang að tannheilbrigðisþjónustu. Þá verða forvarnir og meðferðarúrræði að haldast í hendur, enda sitthvor hliðin á sama peningi.
  2. Heilbrigðisáætlun fylgi tímasett og opinber aðgerðaáætlun svo samtök á borð við Barnaheill – Save the Children á Íslandi og almenningur allur geti veitt yfirvöldum og öðrum hlutaðeigandi aðhald í sinni vinnu.
  3. Kynnt verði á Alþingi reglugerð um skipulegt tanneftirlit sem taki mið af þeim markmiðum sem sett eru fram í heilbrigðisáætlun.
  4. Efla samstarfið á milli annars vegar heilbrigðiskerfisins og hins vegar félagslega kerfisins þannig að haldið sé utan um öll börn landsins og réttur þeirra til heilsuverndar, til verndar gegn vanrækslu og ofbeldi sé tryggður.
  5. Allir aðilar sýni vilja til þess að breyta því ástandi sem nú ríkir í tannvernd barna og vinni að lausnum af ábyrgð og staðfestu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja áherslu á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur staðfest, eiga börn rétt á að njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja, s.s. með læknisaðstoð og heilbrigðissþjónustu. Í 2. gr. sáttmálans er kveðið á um jafnræði allra barna og bann við