Rangar áherslur hafa leitt til dauða fjögurra milljóna barna á síðustu 10 árum

Niger4_REP_180510_minniHægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjögurra milljóna barna á síðustu tíu árum ef ríki heims hefðu lagt jafn mikið af mörkum til að hjálpa fátækum börnum og þeim sem betur eru sett. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

Niger6_REP_180510_minniHægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjögurra milljóna barna á síðustu tíu árum ef ríki heims hefðu lagt jafn mikið af mörkum til að hjálpa fátækum börnum og þeim sem betur eru sett. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

Í nýrri skýrslu, A Fair Chance at Life , kemur fram að Barnaheill – Save the Children telja sig hafa uppgötvað hættulega tilhneigingu meðal margra þróunarríkja. Hún felur það í sér að ríkin velja „auðveldu leiðina“ og nota aðferðir sem draga úr barnadauða meðal barna í hópum sem betur eru settir á meðan börnin sem búa við verstu aðstæðurnar deyja.

Þetta þýðir að mati Barnaheilla – Save the Children að meðaltölur, sem sýna að barnadauði hefur minnkað um 28% á síðasta áratug, séu mögulega villandi því þær feli hættulega aukningu bilsins á milli barnadauða hjá ríkustu og fátækustu fjölskyldum margra ríkja. Það kemur hins vegar einnig fram í skýrsluninni að það sé mögulegt fyrir ríki að draga úr barnadauða með sanngjörnum leiðum, þannig að ekki sé brotið á fátækustu hópunum. Því til stuðnings er bent á sjö ríki þar sem dró úr barnadauða og bilið á milli mismunandi tekjuhópa minnkaði.

Skýrslan flettir einnig ofan af þeirri goðsögn að því ríkara sem land er, þeim mun fleiri barnslífum sé bjargað.
• Sumum fátækustu ríkjum heims, s.s. Ghana og Bólívíu, hefur tekist að draga umtalsvert úr barnadauða með því að leggja áherslu á að hjálpa þeim fátækustu.
• Í mörgum þeirra landa þar sem barnadauði hefur aukist, hefur ójöfnuður aukist. Þannig hefur barnadauði meðal betur stæðra fjöldskyldna minnkað í Rúanda á meðan að barnadauði í fátækustu fjölskyldunum hefur hlutfallslega aukist.
• Á Indlandi, þar sem hagkerfið er í hvað hröðustum vexti á heimsvísu, er þrisvar sinnum líklegra að fátækustu börnin deyi en þau ríkustu.

Skýrsla Barnaheilla – Save the Children kemur út í dag, tveimur vikum áður en Nick Clegg, Barack Obama og aðrir leiðtogar heims, þ.m.t. fulltrúar Íslands, hittast í New York til að ræða um Þúsaldarmarkmiðin, markmið sem alþjóðsamfélagið sameinaðist um og hafa það að augnamiði að sigrast á fátækt í heiminum fyrir árið 2015. Nú þegar fimm ár eru til stefnu, er Þúsaldarmarkmið 4 (draga úr barnadauða um tv