Rausnalegur styrkur frá Pokasjóði til SAMAN-hópsins

SAMAN-hópurinn, sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi á aðild að, hefur hlotið einnar milljónar króna styrk frá Pokasjóði til verkefnisins „Foreldrar framhaldsskólanema“. Pokasjóður hefur verið einn af dyggustu bakjörlum hópsins undanfarin ár og stutt verkefni af ýmsum toga.

Verkefninu er ætlað að styðja við foreldra framhaldsskólanema í uppeldishlutverki sínu. Mörgum foreldrum þykja skipti unglinga sinna frá grunnskóla í framhaldsskóla stórt skref. Þeir eru oft og tíðum óöruggir í hlutverki sínu sem leiðandi foreldrar, einkum þegar kemur að því að sleppa ekki taumunum af unga fólkinu. Á undanförnum árum, hafa orðið til foreldrafélög við framhaldsskóla. Þar hafa nokkrir foreldrar unnið mikilvægt og gott brautryðjendastarf sem auðveldar foreldrum að sinna hlutverki sínu áfram.

Undirbúningur vegna verkefnisins hefst nú á næstu vikum, m.a. með samráði og samstarfi við fleiri aðila er málið varðar, en stefnt er að því að verkefnið hefjist formlega í haust.