Réttindi barna um víða veröld styrkt

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna stuðningi Íslands við gerð valfrjálsar bókunar um alþjóðlegt kæruferli vegna brota á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands fagna stuðningi Íslands við gerð valfrjálsar bókunar um alþjóðlegt kæruferli vegna brota á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.


Gerð þessarar valfrjálsu bókunar var á dagskrá Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf þann 11. mars sl. Þar lýstu íslensk stjórnvöld yfir eindregnum stuðningi sínum við að starfshópi, sem fjallað hefur um þetta mál, yrði veitt umboð til að gera drög að valfrjálsri bókun um kæruferli.

 

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi og Mannréttindaskristofa Íslands telja með þessu stigið mikilvægt skref í að styrkja réttindi barna um víða veröld. Nær öll lönd heimsins hafa staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en áfram er brotið á börnum dag hvern um allan heim. Alþjóðlegt kæruferli er mikilvægt úrræði sem getur stuðlað að meiri ábyrgð og vitund ríkja heims um nauðsyn þess að virða mannréttindi barna og þar með Barnasáttmálann.

 

Nánari upplýsingar um Barnasáttmála Sameinu þjóðanna má finna á www.barnasattmalinn.is.