Réttur barna til að tjá sig

Ljósmynd: Annie Spratt
Ljósmynd: Annie Spratt

Barnaheillum barst nýverið beiðni frá lögmannsstofunni Rétti um álit samtakanna á rétti barna til að tjá sig beint og milliliðalaust við stjórnvöld vegna íþyngjandi ákvörðunar sem varðar hagsmuni þeirra.

Í stuttu máli kemur fram í áliti Barnaheilla að réttur barns til að tjá sig sé ein af meginstoðum Barnasáttmálans og kemur reglan fram í 12. grein sáttmálans og hljóðar svona:

Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.

Hér má lesa álitið í heild sinni.