Réttur barna til lífs og þroska

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla, segir frá kvikmynd um Barnasáttmálann sem ungmennaráðið hefur unnið að ásamt öðrum. 

Herdi´sVorið 2014 komu þrjú ungmennaráð saman til þess að ákveða hvernig best væri að halda upp á 25 ára afmæli Barnasáttmálans síðar á árinu. Þetta voru ungmennaráð Barnaheilla, UNICEF og ráðgjafahópur umboðsmanns barna. Upp komu margar skemmtilegar hugmyndir eins og að halda tónleika, skrifa greinar í blöð, halda stuttmyndakeppni eða einfaldlega að búa til stuttmynd. Hugmyndin að gera stuttmynd var samþykkt og allir fóru glaðir heim. Það sem marga grunaði þó ekki var hversu gífurlega mikil vinna var fólgin í því að framkvæma þessa frábæru hugmynd.

Sumarið 2014 hófst vinna við handritsgerð. Undirrituð ásamt Söru Mansour, formanni ungmennaráðs UNICEF, gerðu drög að handriti. Við vildum sýna veruleika íslenskra barna og varpa ljósi á að oft á tíðum er börnum sýnd óvirðing af fullorðnum og ekki er hlustað á það sem þau hafa að segja. Handritið inniheldur bæði leikin atriði og viðtalssenur þar sem fólk er spurt út í sáttmálann og fleira sem tengist börnum. Handritið var síðar borið undir Ívar K. Ívarsson, kvikmyndagerðamann. Í því er fylgst með lífi tveggja barna, Hilmari og Andreu. Andrea býr við góðar aðstæður en Hilmar við vanrækslu og óreglu. Í handritinu eru einnig senur með íþróttaþjálfara sem kemur illa fram við börn.Við snúum hlutverkunum við og látum börn leika fullorðna og fullorðna leika börn, til dæmis í bakaríi, þar sem sá fullorðni fær slæma þjónustu og svo framvegis. Ívari leist vel á handritið og sá fyrir sér flotta mynd. Þó var margt sem mátti bæta, eins og gengur og gerist. Næst var talað við nemendur á listabraut Borgarholtsskóla, sem myndu sjá um eftirvinnslu myndarinnar. Handritið var endurbætt og tökur hófust sumarið 2015.

Við auglýstum eftir leikurum á netinu og um hundrað umsóknir bárust.Tökur gengu að jafnaði mjög vel og útkoman var góð. Það sem kom mér þó mest á óvart var allur tíminn sem fór í tökurnar. Sena sem tekur um það bil 3 mínútur í sýningu, var kannski heila 3 tíma í upptökum.

Eftir tökurnar tók við eftirvinnsla sem hefur verið í gangi frá haustinu 2015. Kristinn Sigmarsson og Guðlaugur Andri Eyþórsson úr Borgarholtsskóla hafa leitt þá vinnu. Á þessum lokaspretti kom

ýmislegt í ljós, bæði jákvætt og neikvætt, en ljóst var að það þyrfti að bæta við senum þar sem fólk ræddi senur myndarinnar. Bæði til að fylla betur upp söguþráðinn og til þess að hann væri skýrari. Þá gengum við í að fá til li&