Ríflega þúsund konur og börn á Fílabeinsströndinni hafa orðiðfyrir alvarlegu ofbeldi og brotum á mannréttindum þeirra

Skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Barnaheilla – Save the Children sýnir að ríflega 1100 konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári á Fílabeinsströndinni en mikið hættuástand skapaðist í kjölfar kosninga þar. Barni er nauðgað á Fílabeinsströndinni á 36 tíma fresti.

Skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Barnaheilla – Save the Children sýnir að ríflega 1100 konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári á Fílabeinsströndinni en mikið hættuástand skapaðist í kjölfar kosninga þar. Barni er nauðgað á Fílabeinsströndinni á 36 tíma fresti.

Frá því að hættuástand skapaðist, í kjölfar kosninga á Fílabeinsströndinni í nóvember 2010, hefur verið tilkynnt um 1121 alvarleg brot á mannréttindum og beinast brotin gegn konum og börnum. Þetta kemur fram í skýslu sem Barnaheill – Save the Children og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa birt, í samstarfi við aðra aðila á sviði barnaverndar.

Skýrslan, sem ber nafnið „Varnarleysi, ofbeldi og alvarleg brot á mannréttindum barna – athugun á áhrifum hættuástands í kjölfar kosninga á verndun barna á Fílabeinsströndinni“, tekur til allra brota á mannréttindum, sem tilkynnt var um frá því í nóvember 2010 fram í september 2011. Þar á meðal eru sex mismunandi tilfelli af alvarlegum brotum á mannréttindum barna ; dráp eða limlestingar barna, börn sem þvinguð eru til hermennsku, árásir á skóla og sjúkrahús, nauðganir og annað alvarlegt kynferðisofbeldi gegn börnum, brottnám barna og hindraður aðgangur barna að mannréttindaaðstoð.  Af þeim 1121 mannréttindabrotum gegn konum og börnum, beindust 643 brotanna gegn börnum, þar af voru 182 nauðganir. Barni er nauðgað á 36 tíma fresti í landinu.

Helstu niðurstöður skýrslunnar:

  • Tveir þriðju hlutar fórnarlamba (börn) voru stúlkur, 60% þeirra eru yngri en 15 ára.
  • Í 213 tilfellum er um kynferðisofbeldi að ræða (55% þeirra alvarlegu brota á mannréttindum barna sem tilkynnt voru).
  • 45 tilfelli þar sem börn hafa verið þvinguð til hermennsku (11,5% alvarlegra brota og 7% af öllum tilkynntum brotum).
  • 79 tilfelli af særðum og limlestum börnum (10.5% alvarlegra brota gegn börnum).
  • 41 tilfelli þar sem börn féllu í valinn fyrir skotvopnum, handsprengjum, o.s.frv. (20.5% alvarlegra brota gegn börnum).
  • 10 tilfelli um brottnám/mannrán (þar af var í helmingi tilfella um stúlkur að ræða og í helmingi tilfella var barnið undir 10 ára aldri).

Skýrslan varpar ljósi á umtalsverða aukningu tilkynntra brota í mars og apríl á þessu ári, þegar hættuástandið var sem mest, á þeim svæðum þar sem helst var barist. Ekki er refsað fyrir flesta þessara glæpa þar sem aðeins 52 mál hafa verið sótt fyrir dómstólum. Þetta gerist þrátt fyrir að ríflega helmingur fórnarlambanna þekki til árásarmanna sinna.

„Þjáningar barna á Fílabeinsströndinni hafa legið í láginni þar til nú. Mörg þeirra eru hrædd við að segja til brotaman