Ríkisstjórn og sveitafélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu

Ríkisstjórn og sveitarfélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu.
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt beiðni Barnaheilla um fjárstyrk til verkefnisins Stöðvum barnaklám á Netinu. Nýr samningur við Evrópusambandið vegna verkefnisins tók gildi hinn 1. september 2004 og er veittur til tveggja ára. Evrópusambandið veitir 50% styrk í verkefnið og þurfa Barnaheill að fjármagna hin 50% hér innanlands. Auk ríkisstjórnarinnar var leitað til allra sveitarfélaga á landinu um styrk og fór upphæðin sem sótt var um eftir íbúafjölda á hverjum stað. Níu sveitarfélög hafa samþykkt að styrkja verkefnið. Ráðgert er að leita einnig til einkafyrirtækja um að fjármagna það að hluta.

Ríkisstjórn og sveitarfélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu.
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt beiðni Barnaheilla um fjárstyrk til verkefnisins Stöðvum barnaklám á Netinu. Nýr samningur við Evrópusambandið vegna verkefnisins tók gildi hinn 1. september 2004 og er veittur til tveggja ára. Evrópusambandið veitir 50% styrk í verkefnið og þurfa Barnaheill að fjármagna hin 50% hér innanlands. Auk ríkisstjórnarinnar var leitað til allra sveitarfélaga á landinu um styrk og fór upphæðin sem sótt var um eftir íbúafjölda á hverjum stað. Níu sveitarfélög hafa samþykkt að styrkja verkefnið. Ráðgert er að leita einnig til einkafyrirtækja um að fjármagna það að hluta.

Barnaheill vinna að verkefninu í samstarfi við alþjóðlegu samtökin INHOPE sem þau eiga aðild að en sautján önnur lönd eru nú þegar innan samtakanna. Í hverju landi er tekið á móti ábendingum um ólöglegt og/eða skaðlegt efni á Netinu. Á árinu 2003 bárust Barnaheillum 960 ábendingar; 240 þeirra reyndust vera raunverulegt barnaklám. Árið 2003 meðhöndluðu aðilar að INHOPE-samtökunum meira en 250.000 ábendingar. Starfsfólk sem vinnur við ábendingalínur í þessum löndum skiptist á þekkingu og reynslu og auk þess hefur það komið sér upp aðferðum til að áframsenda ábendingar eftir því í hvaða landi efnið er vistað. Ábendingalína í hverju landi er í samstarfi við lögreglu og netþjónustuaðila í sínu landi.
Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru þakklát ríkisstjórn Íslands og sveitarfélögunum átta, sem þegar hafa samþykkt að styrkja verkefnið, fyrir skilning á mikilvægi þess og veittan fjárhagslegan stuðning.

Stuðningsaðilar verkefnisins:
Evrópusambandið
Ríkisstjórn Íslands
Kópavogsbær
Reykjanesbær
Húsavíkurbær
Grindavíkurbær
Rangárþing eystra
Sandgerðisbær
Hrunamannahreppur
Þórshafnarhreppur
Reykhólahreppur
Ásahreppur
Fjarðabyggð
Fellahreppur
Seltjarnarnes
Öxarfjarðarhreppur
Dalvíkurbyggð
Svalbarðshreppur
Skilmannahreppur
Ólafsfjarðarbær
Grundarfjarðarbær
Fljótsdalshérað