Ríkisstjórnin stykir samstarfsverkefni um gerð nýs fræðsluefnis um Barnasáttmálann

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af nýjum vef og öðru fræðsluefni um Barnasáttmálann. Það er sérlega gleðilegt ekki síst í ljósi þess að Barnasáttmálinn er 30 ára á þessu ári. Hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Barnaheill – Save the Children á Íslandi, umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi og Menntamálastofnun vinna í sameiningu að gerð nýja efnisins.