Ríkisstjórnin veitir 500 þúsund krónur til hjálparstarfs í Darfur-héraði

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 27. júlí sl. að styðja hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan með 5 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 500 þúsund kr. til neyðarstarfs Barnaheilla – Save the Children.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 27. júlí sl. að styðja hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan með 5 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 500 þúsund kr. til neyðarstarfs Barnaheilla – Save the Children.

Meginmarkmið neyðaraðstoðarinnar er að draga úr skaðlegum áhrifum átakanna með áherslu á barnavernd, draga úr hættu á farsóttum, matvæladreifingu, vannæringu barna og barnadauða. Jafnframt ætla samtökin að tryggja að réttindi barna séu virt og aðstoða börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Samtökin Save the Children hafa starfað í Súdan í um 50 ár, og í Darfur-héraði í 15 ár. Vegna reynslu sinnar af hjálparstarfi í landinu í gegnum árin eru samtökin í góðri aðstöðu til að koma börnum og fjölskyldum þeirra til hjálpar.
Þeim, sem vilja styðja starf Barnaheilla – Save the Children og styrkja neyðaraðstoð og barnavernd í Súdan, er bent á reikning Barnaheilla 1150-26-4521, kt. 521089-1059, og símanúmer samtakanna 561-0545.