Rit um aðgerðir gegn hatursorðræðu á internetinu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa, í samstarfi við pólsk sjálfboðaliðasamtök á vegum Teatr Grodzki, gefið út ritið Model of effective fight against hate speech. Report on combating hate speech on the internet. Fyrst um sinn er ritið einungis birt á ensku.

Stop Hate speechBarnaheill – Save the Children á Íslandi hafa, í samstarfi við pólsk sjálfboðaliðasamtök á vegum Teatr Grodzki, gefið út ritið Model of effective fight against hate speech. Report on combating hate speech on the internet. Fyrst um sinn er ritið einungis birt á ensku.

Hatursorðræða á netinu er alvarlegt mein í heiminum í dag. Með tilkomu internetsins berast upplýsingar, hugmyndir, fréttir og önnur gögn hratt manna á milli. Því er mikilvægt að halda á lofti áminningum um að við erum öll samábyrg fyrir því að halda friði í heiminum og að við þurfum alltaf að gæta þess að vera góðar fyrirmyndir fyrir börn.

Ritinu má dreifa til umræðu og til kennslu.