Rosalega skemmtileg lífsreynsla...?

ÞrUngmenni í Stokkhólmijú ungmenni á vegum Barnaheilla, Save the Children á Íslandi fóru á sumarhátíð ungmennafélags Barnaheilla í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst sl. Krakkarnir heita Hulda Margrét Erlingsdóttir, Sindri Svanbergsson og Harpa Þórsdóttir og koma úr Snælandsskóla. Hátíðin hefur hingað til verið haldin annað hvert ár í Noregi og Svíþjóð en í ár er í fyrsta sinn sem ungmennafélög samtakanna taka sig saman og halda sameiginlega sumarhátíð og tók nýstofnað ungmennaráð Barnaheilla á Íslandi þátt í fyrsta sinn. Þar að auki tóku Finnland, Rússland, Rúmenía og Gambía þátt og sendu nokkra fulltrúa frá sínum ungmennaráðum.

ÞrUngmenni í Stokkhólmijú ungmenni á vegum Barnaheilla, Save the Children á Íslandi fóru á sumarhátíð ungmennafélags Barnaheilla í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst sl. Krakkarnir heita Hulda Margrét Erlingsdóttir, Sindri Svanbergsson og Harpa Þórsdóttir og koma úr Snælandsskóla. Hátíðin hefur hingað til verið haldin annað hvert ár í Noregi og Svíþjóð en í ár er í fyrsta sinn sem ungmennafélög samtakanna taka sig saman og halda sameiginlega sumarhátíð og tók nýstofnað ungmennaráð Barnaheilla á Íslandi þátt í fyrsta sinn. Þar að auki tóku Finnland, Rússland, Rúmenía og Gambía þátt og sendu nokkra fulltrúa frá sínum ungmennaráðum.

Hulda Margrét Erlingsdóttir, 13 ára, í 9. bekk í Snælandsskóla segir ferðina hafa verið vel heppna og komið heim með fullt af góðum minningum. „Ferðin var alveg æðisleg. Í byrjun vissum við ekkert hvað við vorum að fara að gera nákvæmlega, t.d. hvar við áttum að gista og hvernig dagskráin yrði, hvernig fólk væri þarna og hvað það væri gamalt," segir Hulda Margrét, sem varð síður en svo fyrir vonbrigðum. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað fólkið var opið og skemmtilegt," segir hún. „ Ég var stundum að bera saman við sumarbúðir á Íslandi og þessi ferð var mjög ólík. Þegar maður var t.d. nýbúinn á fyrirlestri þá spjölluðu krakkarnir oft saman eftir á um það sem þeim fannst áhugavert en það er minna um það á Íslandi. Úti fórum við Íslendingarnir stundum í sitt hvorn vinnuhópinn og hittumst ekki á sama tíma í hádegismatnum. Þá settist maður bara niður hjá einhverjum sem maður þekkti ekki neitt og byrjaði að spjalla. Eftir það heilsaði maður fólkinu á morgunana eða þegar maður hitti það. Ég hef tekið eftir því að það er meira um það á Íslandi að allir eru bara í sínu horni og fólk er miklu lokaðra og erfiðara að kynnast því," segir Hulda Margrét.
Um 150 ungmenni voru saman komnir á sumarhátíðinni, þar af voru flestir frá Noregi og Svíþjóð, eða um 120 manns. Til að auðvelda fólki að kynnast var öllum boðið að taka þátt í stefnumótaleik. „Já, við fórum einn daginn á svokallað „speed dating." Okkur var raðað í tvær raðir og svo talaði fólk saman í tvær mínútur og skipti eftir það og talaði við einhvern annan. Þannig náði maður að heyra frá hvaða lan