Rúmlega 11 þúsund vilja sálfræðiþjónustu inn í sjúkratryggingakerfið

Í morgun var Óttarri Proppé, heilbrigðisráðherra, afhent áskorun 11.355 einstaklinga þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir því að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta - og felld nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

Logo allirÍ morgun var Óttarri Proppé, heilbrigðisráðherra, afhent áskorun 11.355 einstaklinga þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir því að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta - og felld nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

Átta félagasamtök hrintu undirskriftasöfnun þess efnis af stað um miðjan nóvember 2016 og stóð hún fram í miðjan janúar 2017.

Þau samtök sem stóðu að undirskriftasöfnuninni voru:

  • ADHD samtökin
  • Barnaheill - Save the Children á Íslandi
  • Einhverfusamtökin
  • Einstök Börn
  • Landssamtökin Þroskahjálp
  • Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð
  • Tourette-samtökin á Íslandi
  • Umhyggja - félag langveikra barna.

Sálfræðiþjónusta er í dag undanskilin almennri greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Vaxandi fjöldi fólks er með geðraskanir eða greinist með önnur andleg veikindi en aðgengi að þjónustu fyrir þennan hóp er takmarkað og kostnaður vegna hennar mörgum ofviða. Þetta hefur margvíslegar alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið allt.

Samkvæmt lögum nr. 74 frá 1997 um réttindi sjúklinga, er óheimilt að mismuna sjúklingum á grundvelli efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í sömu lögum segir að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sömuleiðis á sjúklingur rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á.

Sálfræðiþjónusta er veitt af sálfræðingum sem starfa sjálfstætt og á sjúkrahúsum og heilsugæslum, auk þess sem sálfræðingar eru starfandi á vegum skóla og fleiri aðila. Aðgengi að sálfræðingum sem starfa innan opinbera heilbrigðiskerfisins er takmarkað og biðtími eftir þjónustu nokkuð langur, þó bráðatilvikum sé yfirleitt sinnt strax.

Einstaklingar sem þurfa á þjónustu sálfræðings að halda þurfa því oftast að leita til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og standa straum af þeim kostnaði sjálfir.

Sjúkratryggingar taka almennt ekki þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og greiða sjúklingar þá þjónustu að fullu. Forsenda niðurgreiðslu Sjúkratrygginga er að fyrir liggi tilvísun þ