Saltkaup styrkja starf Barnaheilla

saltkaup.jpgFyrirtækið Saltkaup h.f. færði Barnaheillum 100.000 krónur að gjöf í desember síðastliðnum og kann stjórn samtakanna fyrirtækinu miklar þakkir fyrir þetta veglega framlag.

Fyrirtækið Saltkaup h.f. færði Barnaheillum 100.000 krónur að gjöf í desember síðastliðnum og kann stjórn samtakanna fyrirtækinu miklar þakkir fyrir þetta veglega framlag.

Að sögn Gunnhildar Ólafsdóttur, skrifstofustjóra Saltkaupa, er það stefna fyrirtækisins að veita ekki smærri styrki til góðgerðarfélaga sem þess óska, heldur veita myndarlegri styrki um hver jól. „Þeir aðilar sem hafa samband yfir árið fara í lukkupott sem dregið er úr í desember. Þá hljóta fimm aðilar styrki og það er gaman að sjá hvað þeir koma sér vel,” segir hún.