SAMAN hópurinn tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008

SAMAN hópurinn var tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008, en Barnaheill eru meðal þeirra samtaka og stofnanna sem standa að hópnum. Hjálpræðisherinn á Íslandi hlaut verðlaunin sem afhent voru af forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þann 26. febrúar sl.

SAMAN hópurinn var tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008, en Barnaheill eru meðal þeirra samtaka og stofnanna sem standa að hópnum. Hjálpræðisherinn á Íslandi hlaut verðlaunin sem afhent voru af forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þann 26. febrúar sl.

Auk SAMAN hópsins voru tilnefndir til Samfélagsverðlaunanna, ABC barnahjálp, BAS-hópurinn, lögfræðiaðstoð Orators og Hjálpræðisherinn á Íslandi. 

SAMAN-hópurinn stuðlar að samstarfi  fólks sem vinnur að forvörnum. Hann vekur athygli á þeirri ógn sem börnum og unglingum stafar af útbreiðslu áfengis og vímuefna í samfélaginu og síðast en ekki síst styrkir hann og styður foreldra í uppeldishlutverkinu.