SAMAN-hópurinn ályktar um skemmtanir á vínveitingahúsum fyrir börn undir lögaldri

logoSAMAN-hópurinn hefur sent frá ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum að endurteknum skemmtunum á vegum einkaaðila á vínveitingahúsum fyrir börn undir lögaldri. Hópurinn hvetur forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum.

logoSAMAN-hópurinn hefur sent frá ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum að endurteknum skemmtunum á vegum einkaaðila á vínveitingahúsum fyrir börn undir lögaldri. Hópurinn hvetur forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum.

Markaðssetning á skemmtunum fyrir börn undir lögaldri, sem haldin eru á vegum einkaaðila á vínveitingahúsum, virðist nær eingöngu fara fram í gegnum samskiptasíður á borð við facebook. Henni er því markvisst beint fram hjá foreldrum og forráðamönnum. Auglýsingatakmörk miða alla jafna við neðri mörk (14 ára) en ekki er tekið fram hver efri mörkin eru. Á vínveitingahúsum er nær undantekningarlaust að finna innréttaðan bar og oftar en ekki er þar að finna áberandi áfengisauglýsingar.

SAMAN- hópurinn skorar á sveitarfélög að hlúa að börnum og unglingum með því að vinna gegn skemmtunum fyrir börn undir lögaldri á vegum einkaaðila á vínveitingahúsum. Börn eigi að njóta vafans þegar umsóknir um slíkar skemmtanir berast, heppilegra sé að hlúa að uppbyggjandi starfi á vegum ábyrgra aðila innan sveitarfélaganna, t.a.m. félagsmiðstöðva, ungmennahúsa eða æskulýðsstarfs félagasamtaka.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum en markmið hans er m.a. að vinna gegn áhættuhegðun barna og unglinga með því að styðja við heilbrigðan lífsstíl og styrkja sjálfsmynd þeirra sem og að vekja athygli á þeim hættum samfélagsins sem vinna gegn velferð barna og unglinga hverju sinni, s.s. áfengi, tóbaki og öðrum vímugjöfum.