Sameining við Blátt áfram staðfest og ný stjórn kjörin á aðalfundi Barnaheilla 2019

Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Efri röð f.v. Guðlaugur Kristmundsson, Páll Valur …
Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Efri röð f.v. Guðlaugur Kristmundsson, Páll Valur Björnsson og Birkir Már Árnason. Neðri röð f.v. Gná Guðjónsdóttir, Harpa Rut Hilmarsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Elísa R. Ingólfsdóttir og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Á myndina vantar Annie Haugen, Brynju Dan Gunnarsdóttur og Guðmund Steingrímsson. Ljósmynd: Eggert Jónsson.

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn þann 13. maí sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosið um tillögu stjórnar þess efnis að samtökin Verndarar barna – Blátt áfram sameinist Barnaheillum og að þau verkefni sem samtökin hafa sinnt verði framvegis unnin undir hatti Barnaheilla. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Ný stjórn var kosin einróma á aðalfundinum. Harpa Rut Hilmarsdóttir var kjörin formaður. Elísa R. Ingólfsdóttir var kosin varaformaður. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórninni, þær Elísabet Guðmundsdóttir og Gná Guðjónsdóttir sem aðalmenn og Birkir Már Árnason sem varamaður. Úr stjórn gengu Áslaug Björgvinsdóttir, Atli Þór Albertsson, Helga Arnardóttir og Jón Ragnar Jónsson.

Stjórn Barnaheilla árið 2019 er þannig skipuð:

Formaður
Harpa Rut Hilmarsdóttir

Varaformaður
Elísa R. Ingólfsdóttir

Stjórnarmenn
Annie Haugen
Brynja Dan Gunnarsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Gná Guðjónsdóttir
Páll Valur Björnsson

Varamenn
Birkir Már Árnason
Guðlaugur Kristmundsson
Guðmundur Steingrímsson