Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl 8:30-10:00. Umræðuefnið verður að þessu sinni Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd mun fjalla um hvernig hægt er að fóta sig í upplýsingaóreiðunni, Gunnar Ingi Ágústsson lögfræðingur hjá Persónuvernd fjallar um hvernig tryggja megi persónuvernd barna í stafrænum heimi og Sæmundur Helgason kennari í Langholtsskóla greinir frá hvernig niðurstöður skýrslu Fjölmiðlanefndar nýtist í námi barna og unglinga.

Fundurinn fer fram á fjarfundakerfinu Zoom og fer skráning fram hér

Barnaheill – Save the Children á Íslandi er hluti af Náum áttum sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál. Auk Barnaheilla eru í samstarfshópnum Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.