Samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu

Evrópusamkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu er sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu, og þeirra þjóða sem starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru aðili að SAFT verkefninu sem stendur á bakvið samkeppnina ásamt SAMFÉS, frjálsum félagasamtökum félagsmiðstöðva á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem samkeppnin er skipulögð og fer hún fram í tvennu lag

Evrópusamkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu er sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu, og þeirra þjóða sem starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru aðili að SAFT verkefninu sem stendur á bakvið samkeppnina ásamt SAMFÉS, frjálsum félagasamtökum félagsmiðstöðva á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem samkeppnin er skipulögð og fer hún fram í tvennu lagi:

 

  1. Með samkeppni á landsvísu sem fram fer í öllum þátttökulöndum sem skipulögð er af netöryggismiðstöðvum. Skilafrestur verkefna hérlendis er föstudagurinn 21. Janúar 2013.
  2. Evrópusamkeppnin fer svo fram í júní 2013, en þar etja sigurvegarar ú landskeppnum kappi.


Tilgangur samkeppninnar er að vekja athygli á gæðaefni sem nú er til staðar á netinu fyrir 6-18 ára börn og unglinga. Ætlunin er einnig að hvetja til framleiðslu á þess háttar efni. Markmiðið er að netefnið tengist börnum á einn eða annan hátt, svo sem við fræðslu og sköpun.

Lesa má nánar um samkeppnina í PDF skjali.