Sátt og stolt af verkefnunum

Petrína Ásgeirsdóttir var framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á árunum 2006-2012. Hún fer hér yfir helstu verkefni samtakanna á þeim tíma.

Petri´naPetrína Ásgeirsdóttir var framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á árunum 2006-2012. Þá stóðu samtökin á tímamótum og stjórn þeirra lagði áherslu á verkefnalegan og fjárhagslegan vöxt sem og að samtökin yrðu sýnilegri út á við. Á þessum árum var einnig lögð áhersla á að efla erlend verkefni, bæði í tengslum við þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. „Innanlands lögðum við áherslu á vernd barna gegn ofbeldi, málsvarastarf um réttindi barna og að rödd barna yrði sterkari í íslensku samfélagi. Við fórum nýjar leiðir í fjáröflun og kynningarstafi um leið og við byggðum á því sem fyrir var. Úganda og Kambódía urðu svo fyrir valinu sem samstarfslönd í langtímaverkefnum. Þar unnum við að því að bæta aðstæður og auka menntun barna á stríðshrjáðum svæðum.“

Rannsókn Barnaheilla Börn, sem verða vitni að heimilisofbeldi er Petrínu ofarlega í huga þegar litið er yfir farinn veg. „Hún vakti mikla athygli þegar hún var kynnt í byrjun árs 2011. Henni var fylgt eftir með ráðstefnu og málsvarastarfi. Ég er fullviss að skýrslan átti þátt í að auka vitund um aðstæður barna sem búa við heimilisofbeldi og leiddi til bættrar þjónustu við börnin m.a. á vegum Barnaverndarstofu og fleiri aðila.“

„Samstarf við skóla og önnur samtök skiptu samtökin einnig miklu máli. Nemendur í Snælandsskóla og Austurbæjarskóla unnu meðal annars verkefni í tengslum við Barnasáttmálann en þau voru kynnt á vegum samtakanna. Samstarf við Umboðsmann barna og UNICEF um kynningu sáttmálans þótti Petrínu árangursríkt. Sameiginleg skýrsla Barnaheilla, UNICEF og Mannréttindaskrifstofu Íslands um stöðu barna á Íslandi var send til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2010 vegna úttektar nefndarinnar á stöðu barna á Íslandi. Þá var Ungmennaráði Barnaheilla komið á fót sem varð liður í því að gera rödd barna og ungmenna sterkari í íslensku samfélagi.“

Efnahagshrunið árið 2008 setti strik í reikning samtakanna og róðurinn þyngdist til muna að ýmsu leyti þótt samtökin hafi hafið haldið ágætlega sjó. „Þetta hafði þau áhrif að ákveðið var að hætta aðkomu að nokkrum verkefnum, m.a. í Kambódíu, og það þótti mér bæði erfitt og sárt því að þar er neyðin svo mikil.“

Aðkoma Vigdísar sem verndara hefur ávallt verið mikilvæg fyrir samtökin. „Mér fannst sérlega gott a&et