Save the Children taka þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan

Starfsmenn Save the Children samtakanna í Afganistan taka nú þátt í umfangsmiklu uppbyggingarstarfi í landinu. Áhersla er ekki lengur einungis lögð á hreina neyðaraðstoð eftir að meiri pólitískur stöðugleiki komst á í landinu heldur taka samtökin þátt í að byggja upp menntakerfið og heilsugæsluna á ný auk þess sem brýnt er að búa til örugg svæði fyrir börn til að leika sér. Starfsemi Save the Children er nú á sex stöðum í Afganistan og njóta um tvær milljónir barna og fullorðinna góðs af henni.
Ríkisstjórn Íslands styrkti neyðaraðstoð Save the Children fyrir börn í Afganistan um tvær milljónir króna fyrr á árinu og rann það fé til uppbyggingar skólastarfs í landinu.

Starfsmenn Save the Children samtakanna í Afganistan taka nú þátt í umfangsmiklu uppbyggingarstarfi í landinu. Áhersla er ekki lengur einungis lögð á hreina neyðaraðstoð eftir að meiri pólitískur stöðugleiki komst á í landinu heldur taka samtökin þátt í að byggja upp menntakerfið og heilsugæsluna á ný auk þess sem brýnt er að búa til örugg svæði fyrir börn til að leika sér. Starfsemi Save the Children er nú á sex stöðum í Afganistan og njóta um tvær milljónir barna og fullorðinna góðs af henni.
Ríkisstjórn Íslands styrkti neyðaraðstoð Save the Children fyrir börn í Afganistan um tvær milljónir króna fyrr á árinu og rann það fé til uppbyggingar skólastarfs í landinu.