Save the Children gegn Ebólu í Síerra Leóne

Barnaheill  Save the Children hafa unnið gegn Ebólufaraldrinum í fjórum héruðum í Síerra Leóne eftir að faraldurinn braust út á síðasta ári. Áhersla hefur verið lögð ávitundarvakningu og að koma í veg fyrir smit.

EbolaBarnaheill  Save the Children hafa unnið gegn Ebólufaraldrinum í fjórum héruðum í Síerra Leóne eftir að faraldurinn braust út á síðasta ári. Áhersla hefur verið lögð ávitundarvakningu og að koma í veg fyrir smit.

Starfsmenn Save the Children í Síerra Leóne unnu meðal annars á sérhæfðri miðstöð fyrirfaraldurinn í Kerry Town. Þar fer fram meðferð á smituðum og einnig er sérhæfðrannsóknarstofa sá staðnum em vinnur úr sýnum. Starfsmenn Save the Children buðu sig allirfram til að starfa við þessar aðstæður og fengu sérstaka þjálfun og þurftu staðfestingu frálækni og sálfræðingi áður en þeir fóru af stað. Öryggi starfsmanna samtakanna er ávallt í forgangi.

Verkefnin miða einnig að því að efla heilsugæslu á þeim stöðum þar sem hún hafði veikstvegna faraldursins. Með verkefnum tengdum heilsu, vernd barna, menntun og mannréttindumbarna náðu samtökin til um 100.000 manns á 10 mánuðum, frá því að viðbragðsáætlunsamtakanna vegna Ebólu hófst í mars 2014.

Meðferð á fyrstu stigum sjúkdómsins getur skilið milli lífs og dauða. Frá opnunmiðstöðvarinnar í Kerry Town voru lífslíkur sjúklinga um 50% en sú tala fór hækkandi eftirþví sem á leið.

Samtökin þjálfuðu einnig um 300 heilbrigðisstarfsmenn sem gengu hús úr húsi í hverfumFreetown þar sem Ebóla hafði gert vart við sig til að hjálpa fjölskyldum að þekkja einkenni oghvert hægt væri að snúa sér vaknaði grunur um smit.

Í maí 2015 höfðu alls tæplega 27 þúsund manns greinst með sjúkdóminn og rúmlega 11þúsund látist af völdum hans. Langflest tilfellin hafa komið upp í þremur löndum Afríku;Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. Nú hefur tekist að ná tökum á faraldrinum og Líbería hefurlýst því yfir að landið sé laust við Ebólu. Tilfellum í Síerra Leóne hefur fækkað mikið en áviku tímabili mánaðarmótin apríl/maí 2015 komu einungis upp níu ný tilfelli.