Barnaheill – Save the Children aðstoða fjölskyldur við að undirbúa komu hitabeltisstormsins Tómasar til Haítí

DSC_9798_minniÞúsundir fjölskyldna á Haítí undirbúa nú komu hitabeltisstormsins Tómasar en gert er ráð fyrir að hann gangi yfir eyna í vikunni. Margar þeirra búa í veigalitlum tjöldum eða skýla sér með segldúkum.

DSC_9798_minniÞúsundir fjölskyldna á Haítí undirbúa nú komu hitabeltisstormsins Tómasar en gert er ráð fyrir að hann gangi yfir eyna í vikunni. Margar þeirra búa í veigalitlum tjöldum eða skýla sér með segldúkum.

Barnaheill – Save the Children hjálpa nú fjölskyldum að undirbúa komu stormins sem áætlað er að fara muni yfir eyna á 120 kílómetra hraða á klukkustund. Verið er að safna saman neyðarvarningi til dreifingar þegar vindinn lægir.

„Við erum með hundruðir starfsmanna í startholunum í þessari viku,“ segir Gary Shaye, framkvæmdastjóri landsskrifstofu Barnaheilla - Save the Children á Haítí. „Starfsmenn okkar hafa verið að dreifa vistum síðan regntímabilið hófst í vor og nú búum við okkur undir að dreifa húsbúnaði, hreinlætisvarningi og efni til að byggja skýli til þeirra fjölskyldna sem illa verða úti af völdum stormsins. Við munum vinna með öðrum frjálsum félagasamtökum sem starfa hér á Haítí svo hægt sé að ná til sem flestra á sem skemmstum tíma.“

Barnaheill - Save the Children aðstoða fjölskyldur í tjaldbúðum við að styrkja skýli sín og hvetja þær, ásamt fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, til að finna fjölskyldur sem geta hýst þær tímabundið, eða þar til stormurinn hefur gengið yfir. Tomas er fyrsti hitabeltisstormurinn sem gengur yfir Haítí síðan jarðskjálfti í upphafi árs olli dauða 300 þúsunda manna og svipti milljónir manna heimilum sínum. Síðast gengu hitabeltisstormarnir Fay, Gústaf, Hanna og Ike yfir Haítí árið 2008 og ullu dauða 800 manna og kipptu stoðunum undan um 15% hagkerfisins.

Barnaheill – Save the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Þau hafa starfað á Haítí frá árinu 1978 og nú starfa ríflega 1000 manns á vegum samtakanna á vettvangi.