Síðasti umsóknardagur fyrir hjól úr hjólasöfnun Barnaheilla

Hjólasöfnun Barnaheilla er nú í fullum gangi. Söfnun á hjólum á endurvinnslustöðvum Sorpu hefur verið hætt en viðgerðir standa yfir. Síðasti umsóknardagur fyrir hjól er 10. maí, en hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustunni, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og í grunnskólum. Hjólin eru ætluð börnum sem eiga ekki kost á að eignast reiðhjól vegna efnahagsstöðu foreldra þeirra.

IMG_4765 copyHjólasöfnun Barnaheilla er nú í fullum gangi. Söfnun á hjólum á endurvinnslustöðvum Sorpu hefur verið hætt en viðgerðir standa yfir. Síðasti umsóknardagur fyrir hjól er 10. maí, en hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustunni, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og í grunnskólum. Hjólin eru ætluð börnum sem eiga ekki kost á að eignast reiðhjól vegna efnahagsstöðu foreldra þeirra.

 

Vel á annað þúsund hjól hafa safnast og er fjöldi sjálfboðaliða í óða önn við að gera upp hjólin undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum.

 

„Verkefnið hefur gengið frábærlega í ár, það er mikil gleði í hópnum og góð samvinna á milli allra sem styðja verkefnið með framlagi sínu. Sérstaklega hafa hælisleitendur verið hjálpsamir við að leggja sitt af mörkum til þessa góða verkefnis ásamt starfsfólki frá ýmsum fyrirtækjum,” segir Ásta Hafberg, verkefnastjóri Hjólasöfnunarinnar.

 

Nú hafa á þriðja hundrað umsóknir borist um hjól og er það svipaður fjöldi og á síðasta ári.

 

Hjólasala

 

Þau hjól sem ganga af verða seld á sérstökum hjólasöludegi á sanngjörnu verði í vikunni 15.-19. maí að Helluhrauni 8 í Hafnarfirði þar sem viðgerðir fara fram. Dagsetning og fyrirkomulag verður auglýst nánar á Fésbókarsíðu verkefnisins facebook.com/hjolasofnunBarnaheilla

 

„Þarna eru inn á milli dýrgripir fyrir fólk sem vill gjarnan eignast hjól sem ekki hafa fengist á markaðnum lengi, eins og gömul DBS og Kalkhoff hjól. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir hjólasafnara,“ segir Ásta.