Símalaus sunnudagur 26. nóvember

Hversu meðvituð erum við um símanotkun okkar og áhrif hennar á samskipti og tengsl við börn og fjölskyldu? Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja til þess að við leggjum símanum í einn dag og njótum samvista með fjölskyldu og vinum – símalaus!

Hversu meðvituð erum við um símanotkun okkar og áhrif hennar á samskipti og tengsl við börn og fjölskyldu? Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja til þess að við leggjum símanum í einn dag og njótum samvista með fjölskyldu og vinum – símalaus!símalaus_barnah.is

Samtökin standa því fyrir símalausum sunnudegi þann 26. nóvember. Markmiðið með hvatningunni er að vekja okkur nútímafólkið til vitundar um áhrif af notkun snjallsíma á samskipti og tengslamyndun foreldra og barna. En rannsóknir benda til þess að notkun snjallsíma geti haft áhrif á tengsl foreldra og barna og samverustundir fjölskyldunnar.

Með því að taka þátt og skrá sig inn á slóðinni http://simalaus.barnaheill.is/ fær fólk send ráð á laugardeginum um hvernig það getur tekist á við símalausa sunnudaginn. Þátttaka gefur einnig möguleika á að vinna jólapeysu frá Hagkaup/F&F eða út að borða með fjölskyldunni á Hamborgarafabrikkunni. Sjá einnig á https://www.facebook.com/events/131086014273187/.

Vertu með!

 

 

 

 

 

 

 

 öll þrjú