SIMBI – ráðstefna um málefni barna

 

Þriðjudaginn 8. maí kl. 9–16 verður ráðstefna á Hilton hóteli um málefni barna á vegum velferðarráðuneytis þar sem meðal annars viðhorf og verkefni frjálsra félagasamtaka verða kynnt. Dagskrá og skráning er á radstefna.is. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Ráðstefnunni er ætlað að vera upphaf að því starfi sem framundan er í málefnum barna hér á landi. Aðgangur er ókeypis. Skráum okkur og tökum þátt.