SÍMINN er hlekkur í Heillakeðju barnanna

Síminn er fyrirtæki mánaðarins í Heillakeðju barnanna í ágúst og leggur málefninu meðal annars lið í formi fjarskiptaþjónustu. 

Ennfremur myndar starfsfólk Símans Heillakeðju starfsmanna og leggur þannig sitt af mörkum í þágu verkefna samtakanna sem snúa að því að efla mannréttindi barna.

Síminn er fyrirtæki mánaðarins í Heillakeðju barnanna í ágúst og leggur málefninu meðal annars lið í formi fjarskiptaþjónustu. 

Ennfremur myndar starfsfólk Símans Heillakeðju starfsmanna og leggur þannig sitt af mörkum í þágu verkefna samtakanna sem snúa að því að efla mannréttindi barna.

Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefnum í þágu barna á vegum Barnaheilla. Samtökin hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

Þátttaka Símans í Heillakeðju barnanna er hlekkur í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.