Á sama tíma og sjö milljarðasta barn heimsins fæðist, deyja 20 þúsund börn

Picture_048Ríflega 20 þúsund börn munu deyja í dag þegar gert er ráð fyrir að sjö milljarðasta barn heimsins fæðist. Dánarorsökin er einkum auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við niðurgang eða lungnabólgu. Barnaheill – Save the Children benda á að fjárfesting í heilsuvernd barna sé leið til að takast á við fjölgun mannkyns.

Picture_048Nær fimm þúsund börn undir fimm ára aldri deyja í Indlandi í dag þegar mannkynið fyllir sjö milljarða, eða um fjórðungur allra barna undir fimm ára aldri sem deyja í heiminum á þessum degi. Ljósmynd: Björg Björnsdóttir.Ríflega 20 þúsund börn munu deyja í dag þegar gert er ráð fyrir að sjö milljarðasta barn heimsins fæðist. Dánarorsökin er einkum auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við niðurgang eða lungnabólgu. Barnaheill – Save the Children benda á að fjárfesting í heilsuvernd barna sé leið til að takast á við fjölgun mannkyns.

Samtökin segja fjárfestingu í málaflokkum á borð við fjölskylduáætlanir og menntun kvenna bæði auka lífslíkur barna og draga úr fjölgun mannkyns. „Við vitum að það er brýn þörf á að takast á við vanda heimsins hvað varðar mannfjölda. En í fátækustu ríkjunum, þar sem foreldrar hafa gjarnan áhyggjur af því að börn þeirra látist, er skiljanlegt að sumir kjósi að eiga stærri fjölskyldur,“ segir Brendan Cox, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í stefnumótun.
 
Barnaheill – Save the Children hvetja þjóðarleiðtoga heimsins til að fjárfesta strax í heilsuvernd, menntun og gerð fjölskylduáætlana í fátækustu löndum heims. Móðir sem býr í Tchad, einu af fátækustu ríkjum heims, mun að meðaltali eignast sex börn um ævina. Svona var málum einnig farið í Botswana árið 1982 en eftir áralanga fjárfestingu í heilsuvernd, hefur barnadauði dregist saman um helming á síðustu tíu árum og mæður þar eignast að meðaltali þrjú börn. Á Íslandi er meðaltalið um  tvö börn.
 
Þó ómögulegt sé að segja nákvæmlega fyrir um það hvar sjö milljarðasta barnið muni fæðast, er lang líklegast að hann eða hún fæðist til fátæktar á Indlandi, þar sem það er tíu sinnum líklegra að barn deyi fyrir fimm ára afmæli sitt heldur en t.d. í Bretlandi. Nær fimm þúsund börn undir fimm ára aldri deyja í Indlandi í dag þegar mannkynið fyllir sjö milljarða, eða um fjórðungur allra barna undir fimm ára aldri sem deyja í heiminum á þessum degi.
 
„Ef okkur tekst að draga úr barnadauða, er vonin sú að foreldrar verði öruggari um að flest barna þeirra muni lifa og eignist þar af leiðandi færri börn. Það er siðferðisleg og afdráttarlaus krafa að við komum í veg fyrir barnadauða,“ segir Brendan Cox.

Heilt yfir deyja enn árlega 7,5 milljónir