Sjóvá veitir Barnaheillum styrk

Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Halldóra Ingimarsdóttir frá Sjóvá.
Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Halldóra Ingimarsdóttir frá Sjóvá.
Sjóvá veitti Barnaheillum 800.000 króna styrk til Haustsöfnunar Barnaheilla, Lína okkar tíma, sem styður vernd stúlkna gegn ofbeldi í Síerra Leóne. Styrkurinn er veittur í tilefni af Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið verður 11. september. Barnaheill þakka Sjóvá kærlega fyrir stuðninginn.