Skólahljómsveit Kópavogs söfnuðu fyrir úkraínskt flóttafólk

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla tekur við styrktarfé frá Skólahljómsveit Kópavogs
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla tekur við styrktarfé frá Skólahljómsveit Kópavogs

Skólahljómsveit Kópavogs ferðaðist um Þýskaland og Sviss í sumar og hélt tónleika. Tónleikahald var til styrktar úkraínsku flóttafólki en tónleikahaldarar létu söfnunarbauk ganga meðal tónleikagesta og buðu þeim að leggja málefninu lið með fjárframlagi. Alls söfnuðust um 80.000 krónur. Fulltrúar skólahljómsveitarinnar afhentu Barnaheillum styrkinn sem munu sjá til þess að hann komi úkraínsku flóttafólki að góðum notkun. Barnaheill þakka Skólahljómsveit Kópavogs kærlega fyrir stuðninginn.