Skortur af hreinu vatni útsetur börn fyrir sjúkdómum

Ward frá 6 ára komst af eftir að faðir hans gróf hann upp úr rústum heimilisins. Tvö systkina hans l…
Ward frá 6 ára komst af eftir að faðir hans gróf hann upp úr rústum heimilisins. Tvö systkina hans létust.

Þau svæði í Tyrklandi sem urðu hvað verst úti í hörmulegum jarðskjálftum í síðustu viku þurfa nauðsynlega á brýnni lífsbjargandi aðstoð að halda til að koma í veg fyrir lýðheilsuneyðarástand.

Þúsundir manna eru án öruggs drykkjarvatns og hreinlætisaðstöðu eins og rennandi vatns og salernis. Við þessar aðstæður er hætta á að vatnsbornir sjúkdómar breiðist út, sem er sérstaklega banvænt fyrir börn.

Randa Ghazy starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Tyrklandi segir:

„Mikið af fólki hefur ekki aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu, sem skapar hættu á vatnsbornum sjúkdómum, sem eru sérstaklega banvænir fyrir börn. Ég talaði við foreldra á svæðum í kringum Antakya sem sofa í bílum og félagsmiðstöðvum, þeir sögðu mér að börnin þeirra væru að æla, svo það er raunverulegt áhyggjuefni að sum börn séu nú þegar að veikjast. Við þetta bætist skortur á heilbrigðisþjónustu, þar sem mörg sjúkrahús hafa verið eyðilögð og þau sem enn standa eru yfirfull af þúsundum slasaðra. Það vantar líka sjúkrabirgðir á sjúkrahúsin og eldsneyti til reksturs þeirra. Þau munu ekki geta brugðist við faraldri vatnsborinna sjúkdóma þegar hann kemur upp. Það er mjög erfitt fyrir eftirlifendur skjálftanna að búa við þessar aðstæður. Án aðgangs að hreinlætisaðstöðu á fólk ekki annarra kosta völ en að fara á klósettið úti. Konur og stúlkur þurfa að takast á við blæðingar án næðis, hreins vatns og hreinlætisvara, þetta er mikið álag fyrir þær.“

Marielle Snel, starfsmaður alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children sagði:

„Fólk á svæðum sem urðu fyrir áhrifum jarðskjálftanna þarf nauðsynlega að fá aðgang að hreinu drykkjarvatni og salerni. Það er erfitt verkefni þar sem vatnslagnir hafa eyðilagst.“

Barnaheill – Save the Children eru á vettvangi í Tyrklandi og dreifa þar meðal annars matvælum, teppum, hlýjum fötum, svefnpokum, hiturum, bleyjum og handklæðum. Samtökin hafa fengið til liðs við sig teymi sérfræðinga í vatnshreinsun og hreinlæti sem eru nú á vettvangi að meta aðstæður og styðja stjórnvöld í viðbrögðum þeirra.

Barnaheill – Save the Children ætla sér að ná til alls að 1,6 milljóna manna, þar af 675.000 barna í Tyrklandi og Sýrlandi og veita þeim lífsbjargandi aðstoð í kjölfar jarðskjálftanna.

Hér getur þú lagt börnum lið með frjálsum framlögum hér: Neyðarsöfnun Barnaheilla