Skráning hafin á Vináttunámskeið

Nú stendur yfir skráning á námskeið um notkun Vináttuverkefnisins fyrir starfsfólk leikskóla sem nú þegar eru þátttakendur í verkefninu og nýrra leikskóla sem vilja taka þátt.

Blað Barnaheilla 2016 ForsíðaNú stendur yfir skráning á námskeið um notkun Vináttuverkefnisins fyrir starfsfólk leikskóla sem nú þegar eru þátttakendur í verkefninu og nýrra leikskóla sem vilja taka þátt.

Næstu namskeið vegna Vináttu verða fimmtudaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 30. ágúst.

Á námskeiðunum er Vinátta kynnt sem tæki við kennslu og uppeldi, skýrt frá rannsóknum sem verkefnið byggir á og greina frá staðreyndum um einelti.
Jafnframt eru þátttakendur búnir undir að nota efnið í leikskólanum með börnunum og kynna efnið fyrir öðru starfsfólki og foreldrum, svo og að skiptast á hugmyndum og reynslu.

Skilyrði fyrir því að leikskólar geti notað Vináttuverkefnið er að lykilstarfsfólk hafi sótt námskeið. Þannig verður leikskólinn Vináttu leikskóli og fær rétt til að nota Vináttu- námsefnið.

Upplýsingar um skráningu er að finna hér