Skrifstofa Barnaheilla lokar tímabundið

Vegna fjölgunar kórónuveirutilfella verður skrifstofa Barnaheilla lokuð tímabundið frá og með 3. janúar. Starfsemin mun þó að sjálfsögðu halda áfram og verður hægt að ná í okkur símleiðis í síma 553-5900 eða senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða radgjof@barnaheill.is

Fyrir þá sem eiga ósótta pöntun hjá okkur, þá má hafa samband við okkur og við finnum út úr því hvernig best er að koma henni áleiðis. Öll fjarnámskeið á vegum Barnaheilla verða haldin eins og til stóð.