Skuggaskýrsla til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi unnu skuggaskýrslu um stöðu barna á Íslandi með hliðsjón af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Barnahjálp SÞ á Íslandi.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi unnu skuggaskýrslu um stöðu barna á Íslandi með hliðsjón af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Barnahjálp SÞ á Íslandi. 

Meðal helstu niðurstaða skýrslunnar er að þó gerðar hafi verið tvær aðgerðaráætlanir, annars vegar um barnavernd og hins vegar um aðgerðir til að bæta stöðu barna og ungmenna, hefur aðeins lítill hluti þessara áætlana komist til framkvæmdar. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld eindregið til að bæta úr því um leið og unnið er áfram að endurskoðun og uppfærslu þessara aðgerðaáætlana. Einnig má nefna að þrátt fyrir að til sé heildarstefna í málefnum innflytjenda, þar sem nokkrir liðir fjalla sérstaklega um börn innflytjenda, hefur fátt eitt komið til framkvæmda. Úr því verður að bæta og sérstaklega ber stjórnvöldum að gera öllum sveitarfélögum skylt að móta sér stefnu í þjónustu við innflytjendur. 

Það er mat samtakanna að sárlega skorti heildarstefnu í málefnum barna og barnafjölskyldna af hálfu stjórnvalda.