Skýrsla íslenskra stjórnvalda um réttindi barna til umfjöllunar í nefnd Sþ

Önnur skýrsla íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samnings Sþ um réttindi barna var tekin til umfjöllunar í nefnd Sþ um réttindi barna í Genf í lok janúar sl. Skýrslan fjallar m.a. um réttarstöðu barna á Íslandi og skilgreiningu á hugtakinu barn, aðstöðu barna og þjónustu við þau á sviði heilbrigðis-, félags-, dóms- og menntamála. Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, var í hópi áheyrnarfulltrúa í Genf.

Önnur skýrsla íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samnings Sþ um réttindi barna var tekin til umfjöllunar í nefnd Sþ um réttindi barna í Genf í lok janúar sl. Skýrslan fjallar m.a. um réttarstöðu barna á Íslandi og skilgreiningu á hugtakinu barn, aðstöðu barna og þjónustu við þau á sviði heilbrigðis-, félags-, dóms- og menntamála. Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, var í hópi áheyrnarfulltrúa í Genf.

Að hennar sögn var skýrslu Íslands vel tekið af nefnd Sþ sem skipuð er sérfræðingum í mannréttindum og málefnum barna. Skýrslu íslenskra stjórnvalda er að finna á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.domsmalaraduneyti.is. Viðaukaskýrsla Barnaheilla er á vef samtakanna, undir eldri fréttir. Lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar Sþ er jafnframt að finna hér á vefnum á ensku en unnið er að því að þýða þær á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Kristín Jónasdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, sátu fund Barnaréttarnefndar Sþ í Genf 8. október sl. Tilefnið var að fylgja eftir viðaukaskýrslu Barnaheilla við aðra skýrslu íslenskra stjórnvalda um framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Barnaheill skiluðu inn viðaukaskýrslu árið 1995 við fyrstu skýrslu ríkisstjórnar og aftur 2002 við aðra skýrslu stjórnarinnar sem er frá árinu 2000. Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) vann viðaukaskýrsluna. Í bígerð er að þýða útdrátt úr skýrslunni á íslensku og birta hér á vefnum.