Skýrsla um stöðu mæðra 2014

Fjárfesting í mæðrum sem búa við erfiðar aðstæður borgar sig - Hægt er að draga verulega úr mæðra- og barnadauða í verst settu löndum heims þegar áhersla er lögð á að bæta þjónustu við mæður og börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children um stöðu mæðra í heiminum.

Fjárfesting í mæðrum sem búa við erfiðar aðstæður borgar sig - Hægt er að draga verulega úr mæðra- og barnadauða í verst settu löndum heims þegar áhersla er lögð á að bæta þjónustu við mæður og börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children um stöðu mæðra í heiminum.

Skýrslan kemur nú út í 15. sinn og verður kynnt af Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, fjölmiðlakonu, í leikstofu Barnaspítala Hringsins klukkan 12 þriðjudaginn 6. maí. Í ár er sjónum sérstaklega beint að mæðrum sem búa við neyð, allt frá afleiðingum fellibylja á borð við Haiyan á Filippseyjum til mæðra sem búa í þróunarlöndum eða stríðshrjáðum löndum á borð við Lýðveldið Kongó og Sýrland. Niðurstöður skýrslunnar hjálpa til við að skilja og bregðast við þörfum mæðra á þessum svæðum.

 

Af þeim 178 löndum sem könnuð eru í ár, er best að vera móðir í Finnlandi en verst í Sómalíu. Samanburðurinn er mest áberandi þegar litið er til ákveðinna áhrifaþátta.  Í Chad er til dæmis líklegt að ein kona af hverjum 15 látist vegna vandkvæða í meðgöngu einhvern tímann á lífsleiðinni. Hlutfallið í Svíþjóð er ein af hverjum 14.100. Í Sierra Leone eru líkurnar á að barn nái ekki fimm ára aldri einn á móti fimm, en á Íslandi er hlutfallið einn á móti 435.

 

Ísland er í fjórða sæti listans í ár og hér á landi er barnadauði hvað minnstur í heiminum. Einungis í Luxemborg deyja færri börn fyrir fimm ára aldur. Ísland hefur verið í einu af 10 efstu sætum listans átta sinnum frá því skýrslan kom fyrst út árið 2000.

 

Af stríðshrjáðum löndum, sem yfirleitt eru afar neðarlega á listanum, stendur góður árangur í baráttunni við mæðra- og barnadauða í Afghanistan upp úr.


,,Tengslin á milli þróunarlanda eða landa þar sem átök geisa og hárri tíðni mæðra- og barnadauða gætu litið út fyrir að vera augljós, en á meðan tölur í sumum þessara landa eru mjög háar, sýna önnur að hægt er að bjarga lífum mæðra og barna, þrátt fyrir afleiðingar stríðs eða annarra hörmunga;” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi; "Meira en helmingur allra tilfella mæðra- og barnadauða í heiminum á sér stað í þróunarlöndum eða þar sem átök eiga sér stað. Langflest tilfellin eiga sér stað vegna &thor