Slagorð komin í fjársjóðskistuna

Í tengslum við Dag mannréttinda barna þann 20. nóvmeber sl. hvöttu Barnaheill skóla til þess að virkja nemendur í slagorðasmíð og senda í fjársjóðskistu sem er að finna hér á vefsíðunni.

Óskað var eftir slagorðum sem styddu við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Ekki síst með áherslu á rétt allra barna til verndar gegn mismunun, m.a. á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, fötlunar eða ætternis, sem kveðið er á um í 2. grein sáttmálans:

2. grein. Jafnræði — bann við mismunun 
Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

Fjölmargir nemendur gáfu hugmyndafluginu lausan tauminn og sendu inn slagorð

Við þökkum þeim innilega fyrir þátttökuna.

Kíktu í fjársjóðskistuna.