Slógu bæði heimsmet og Íslandsmet í maraþoni

Í dag hlupu tæplega 250 íslensk börn í barnamaraþoninu Kapphlaupinu um lífið, eða Race for Survival. Í Egilshöll hlupu nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði á 2:01:22, sem er rúmum tveimur mínútum undir heimsmeti Kenýabúans Patrick Macau. Í Akraneshöll voru það nemendur Grundarskóla á Akranesi sem hlupu á 2:17:11, sem er einni sekúndu undir Íslandsmeti Kára Steins Karlssonar í september árið 2011.

Í dag hlupu tæplega 250 íslensk börn í barnamaraþoninu Kapphlaupinu um lífið, eða Race for Survival. Barnaheill - Save the Children standa að hlaupinu sem 50 þúsund börn taka þátt í með boðhlaupsformi í 67 löndum. Í Egilshöll hlupu nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði á 2:01:22, sem er rúmum tveimur mínútum undir heimsmeti Kenýabúans Patrick Macau. Í Akraneshöll voru það nemendur Grundarskóla á Akranesi sem hlupu á 2:17:11, sem er einni sekúndu undir Íslandsmeti Kára Steins Karlssonar í september árið 2011.

 

Með þátttöku sinni vilja börnin vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða og þrýsta í leiðinni á leiðtoga heimsins að grípa til aðgerða sem draga úr líkum á því að börn deyi af viðráðanlegum orsökum áður en þau ná fimm ára aldri.

 

Á tímabilinu 1990 til 2012 hefur tilfellum þar sem börn deyja vegna orsaka sem hægt er að koma í veg fyrir fækkað um helming. Í fyrsta sinn í sögunni sjáum við fram á að það sé möguleiki að binda enda á barnadauða af þessum sökum.

 

Þrátt fyrir góðan árangur létust 6,6 milljón börn fyrir fimm ára afmælisdaginn sinn árið 2012. Árið 1990 var þessi tala 12,6 milljónir. Þótt töluverður árangur hafi náðst, deyja 18 þúsund börn á hverjum degi fyrir fimm ára afmælið sitt af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir.

 

Ný skýrsla Barnaheilla - Save the Children Líf á bláþræði, eða Lives on the Line er sú fyrsta sem tilgreinir hvernig einstökum löndum eða ríkjum er að takast að vinna á barnadauða. Niðurstöðurnar eru ekki einungis byggðar á árangri miðað við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um barnadauða, heldur er einnig litið til þess hvaða aðferðum hefur verið beitt með tilliti til réttlætis og hversu varanlegar lausnirnar eru.

 

Þetta er í sjötta sinn sem hlaupið fer fram á alþjóðavísu og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Nemendur á aldrinum 11-13 ára komu úr sex skólum; Ingunnarskóla, Lindaskóla og Víðistaðaskóla á höfuðborgarsvæðinu og Brekkubæjarskóla og Grundarskóla á Akranesi og Grunnskóla Borgarness.

 

Hér má sjá niðustöður í hlaupinu http://www.competitioncentre.net/results?leagueCode=wmc. Eins og staðan er klukkan 15.15 er Ísland í 9. sæti, en það gæti breyst þegar tímar verða skráðir síðar í dag.

 

Myndirnar tók Eggert Þór Jónsson fyrir Barnaheill - Save the Children á Íslandi.